top of page
  • Tinna

ALDA - Daníela Ehmann

Hugmyndin að vörunni kom vegna þess að mig langaði að búa til vöru úr endurnýttum handklæðum. Taupokar eru mikið í tísku núna en þegar fólk er með taupoka þarf það að taka með sér handtösku eða veski fyrir litla hluti eins og síma, lykla og kort. Ég vildi búa til taupoka sem sameinar taupoka og handtösku í einni vöru.


Varan er taupoki gerður úr endurnýttum handklæðum sem hafa verið lituð með bláum fatalit. Í pokanum eru fjögur hólf; tölvuhólf, hólf fyrir vatnsbrúsa, símahólf og hólf fyrir lykla og annað smátt.


 
16 views0 comments

Recent Posts

See All

Comentários


bottom of page