top of page
  • Tinna

BETRI ÉG - Líf Ísabel Cardenas Kjærnested

Hugmyndin er að gera app fyrir börn sem eru í erfiðleikum við að komast út úr skelinni og þurfa aðstoð eða stuðning. Þar kemur appið „Betri ég“ sterkt inn því appið hefur krefjandi og skemmtileg verkefni á hverjum degi til að hjálpa börnum að skipuleggja sig, auka virkni og vellíðan þeirra og læra að setja sér markmið í stað þess að vera bara heima. Appið er sérstaklega mikilvægt á meðan Covid-19 faraldur stendur yfir, og getur hjálpað börnum að hafa eitthvað að gera á hverjum degi eða fá skemmtilegar hugmyndir hvað hægt sé að gera.


Varan er appið „Betri ég“. Fólk er ólíkt og eiga sumir mun erfiðara með samskipti en aðrir. Sumir eru feimnir, eiga við félagsvandamál að stríða, eru kvíðnir o.s.frv. og þurfa smá aðstoð við að blómstra og til þess að vera besta útgáfan af sjálfum sér. Margir unglingar á Íslandi glíma við kvíða og þunglyndi. Tölur Embættis Landlæknis sýna fram að vanlíðan ungs fólks á Íslandi fer hrakandi og tel ég að það sé möguleiki að lækka þessari tölu með appinu „Betri ég“.


 

Vara fyrirtækisins

Logo fyrirtækisins


33 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page