Verkinu mínu er skipt í tvo hluta. Fyrsti hlutinn er nútíma listaverk á líkama þ.e “tattoo” eða á íslensku “húðflúr”. Seinni hlutinn eru stimplar sem ég skar sjálf út frá mínu höfði og er mín eigin hönnun. Við gerð nýrra verka og í hönnunarferlinu þeirra, spyr ég fólk í kringum mig hvað þau langar og ég reyni síðan að komast til móts við þau. Ég bý þá til allskonar hugmyndir sem viðkomandi fær síðan að velja úr.



Comments