top of page
  • Tinna

HNETÍN - Aníta Daðadóttir

Hugmyndin af vörunni kviknaði út frá persónulegri þörf og eftirspurn eftir sambærilegri vöru þar sem þessi vara er ekki á íslenskum markaði. Markmiðið með þessari vöru er einfaldlega að gera fólki það auðveldara að lifa heilbrigðum og um leið bragðgóðum lífsstíl, og hentar varan því einstaklega vel fyrir þá sem eru að fikra sig áfram í hollri matargerð eða fyrir lengra komna.


Varan er svokallað hnetuduft með viðbættu próteini. Innihaldið er einfalt, næringarríkt og lífrænt, en duftið samanstendur af jarðhnetum sem hafa verið ristaðar, þurrkaðar og malaðar, kartöflumjöli og síðan próteini, sem er einstaklega bragðgott og auðvitað frábært fæðuefni fyrir alla.


 

31 views0 comments

Recent Posts

See All

コメント


bottom of page