top of page
  • Tinna

IRON BAR - Arnar Jónsson

Tækifærið á markaðnum fólst í þremur hlutum: vinsældum vegan lífsstíls, aukinni þekkingu á heilsusamlegri næringu og áhuga á líkamsrækt. Það vita allir um mikilvægi vítamína, andoxunarefna og annarra steinefna, en þau fást næstum eingöngu í töfluformi. Markmiðið var því að bjóða upp á þessi efni í skemmtilegra formi og sameina þau próteinstöngum. Þannig á varan að nýtast bæði sem fæðubótarefni fyrir fólk í líkamsrækt en einnig heilsubót fyrir alla aðra. Einnig kom til sögu afgangsefni úr örþörungaframleiðslu Saga Natura sem var fram að þessu ekkert notað.


Varan er vegan prótein- og næringarstöng með döðlu-, kókos- og kakóbragði. Hún inniheldur 25% prótein, fullt af vítamínum, andoxunarefnið Astaxanthin og 95,5% af ráðlögðum dagsskamti af járni (nafnið vísar í það). Stöngin er framleidd á Íslandi á umhverfisvænan hátt.


 

Vara fyrirtækisins


Logo fyrirtækisins


17 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page