Verkið mitt er pappaverk, en ég hef alltaf haft gaman af því að teikna einhvers konar súrrealískar myndir svo ég ákvað að fara svolítið út í það. Hjartað er þemað í verkinu mínu, en ég fékk innblástur út frá mínu eigin hjarta. Í gegnum tíðina hef ég haft rosalega hraðann hjartslátt, oft í kringum 165 hjartaslög á mínútu, og vegna þess hef ég verið að teikna og skoða hjartað um einhvern tíma.



Comments