top of page

TÝNDUR HRAFN - Sólveig Aðalbjört Guðmundsdóttir

Tinna

Verkið byggist á túlkun minni á hrafninum. Hrafn túlka ég sem týnda sál og hún er sál sem hefur ekki fengið friðþægingu. Týnd sál getur litið vel út á yfirborðinu en innst inni ríkir yfirvofandi myrkur. Hún trúir lygum án þess að átta sig á því að hún hefur verið blekkt. Hún er sjálfselsk og hugsar um hvað hún getur eignast eða hvað hún afrekar frekar en að elska aðra skilyrðislaust. Fókusinn er á munaðarlífið og kærleikurinn er kaldur. Týnda sálin sem hefur engan tilgang hrekst og berst fram og aftur af hverjum kenningarvindi og er tæld af slægum mönnum með vélabrögðum villunar. Það er sem betur fer von í vonleysinu sem frelsar týndu sálina ef hún hvílist í friðþægingunni. Þegar hún hefur fengið friðæginguna er hún frjáls frá valdi myrkursins og flutt yfir í ríki sonar Guðs frelsarans. Hugmyndin frá verkinu kemur frá vangaveltum mínum um hrafninn og frumspeki biblíunnar.



 









Comentários


Lokaverkefni vorið 2020

Rafræn sýning á lokaverkefnum af Hönnunar- og markaðsbraut, Fatahönnun, Myndlistarsviði og Leiklistasviði í FG vorönn 2020.

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ

Skólabraut 6

210 Garðabæ

Sími: 5201600

Netfang: fg@fg.is

Samfélagsmiðlar

fg%20logo%20vector%20(6).png
bottom of page