top of page

VALHNETA - Theodóra Ýr Einarsdóttir

Tinna

Hugmyndina af vörunni fékk ég vegna þess að ég var búin að skoða flottar hillur sem ég gæti geymt bæði punt og tösku. Hver þekkir ekki vandamálið að töskur séu endalaust að beyglast þegar maður leggur þær frá sér og verða þá ljótar með tímanum. Töskuhillan er unnin úr stáli og hillurnar gerðar úr við. Markmiðið er að bæta við endurnýjun með því að nota gamlan við frá húsgagnasmið sem eru ekki í notkun í stað þess að kaupa timbur út í búð og einniger stálið endurnýtt. Umhverfismál eru mikið í umræðunni í dag og skipta fólki miklu máli og því var ákveðið að gera vöru sem væri endurunnin.


Varan mín er hilla sem er gerð úr endurnýttum við, því mér finnst mikilvægt að nýta gamlan við og gefa honum nýtt líf. Til þess að gera hillurnar í þeim lit sem mig langaði í þá bar ég bæs í hillurnar með tusku. Til þess að ná svarta litlum á stálinu þá er skóáburð blandað saman við lýsi og borið á. Stærðin á hillunni er 120 cm á breiddina, 40 cm á dýptina og 120 cm á hæðina. Mér finnst það skipta máli að hún væri breið svo það sé hægt að nýta hana sem best fyrir töskur, skó og skraut.


 

Vara fyrirtækisins


Logo fyrirtækisins



Comments


Lokaverkefni vorið 2020

Rafræn sýning á lokaverkefnum af Hönnunar- og markaðsbraut, Fatahönnun, Myndlistarsviði og Leiklistasviði í FG vorönn 2020.

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ

Skólabraut 6

210 Garðabæ

Sími: 5201600

Netfang: fg@fg.is

Samfélagsmiðlar

fg%20logo%20vector%20(6).png
bottom of page