top of page

YLJA - Valgerður Laufey Guðmundsdóttir

Tinna

Hugmyndina af vörunni fékk ég í kennslustund, ég vissi að mig langaði að gera einhvers konar snyrtivöru sem innihéldi íslensk hráefni, sem yrðu þá sérstaða hennar. Baðbombur hafa oft skaðleg innihaldsefni og langaði mig að bæta úr því og gera baðbombu sem innihéldi bæði íslensk og náttúruleg hráefni. Ég sá því tækifæri í því að nota kollagen og þörungagel, enda eru þau hráefni tilvalin fyrir húð og líkama.


Varan er baðbomba sem inniheldur kollagen og þörungagel, þessi tilteknu hráefni hafa marga kosti í tengslum við líkama og húð og eru því sérstaða vörunnar. Kollagen er helsta byggingarprótein líkamans, ber ábyrgð á mýkt húðarinnar og vinnur gegn öldrun hennar. Þörungar eru fullir af rakaefnum sem draga raka frá umhverfinu og innihalda mikið E-vítamín. Þörungagelið gefur baðbombunni fallegan appelsínugulan lit.



 



Comments


Lokaverkefni vorið 2020

Rafræn sýning á lokaverkefnum af Hönnunar- og markaðsbraut, Fatahönnun, Myndlistarsviði og Leiklistasviði í FG vorönn 2020.

Fjölbrautaskólinn í Garðabæ

Skólabraut 6

210 Garðabæ

Sími: 5201600

Netfang: fg@fg.is

Samfélagsmiðlar

fg%20logo%20vector%20(6).png
bottom of page